Hydroptimale® THI3
Rakalínan
Hvað er rakaþurfi húð?
Það er húð sem springur, flagnar og myndar fínar línur. Til að viðhalda húðinni geislandi, mjúkri og í góðu ástandi þá verður vatnsinnihaldið (rakinn) að vera í jafnvægi til þess að geta varið húðina fyrir þurrki af völdum sólar, vindi og kulda.
Feit húð getur líka verið rakaþurfi, þá er hún með þurrt yfirborð en feitt undirlag. Rakameðferðar er þörf.
Hydroptimale Light Rakakrem (fyrir normal/blandaða húð)
Hydroptimale Comfort Rakakrem (fyrir normal/þurra húð)
Nú hefur þeim hjá Sothys tekist að umbreyta hugtakinu um raka og komið með á markaðinn algjörlega nýja kynslóð af raka, sem þeir kalla Hydrotpimale® THI3.
Hydroptimale línan inniheldur Optimizer SC sem kemur jafnvægi á vatnsstrauminn í húðinni , inniheldur litlar mólekúlur sem virka eins og gervi húð og laga húðina. Þetta er búið til úr osmólum sem koma jafnvægi á jónirnar í líkamanum, þær virka þannig að þetta eru lítil hylki sem samanstanda af þörungum og grænmeti og ábyrgjast fullkomna og langvarandi vörn og raka í allavega 8 tíma í einu. Inniheldur einnig Filagrinol® sem inniheldur m.a. kjarna úr frjódufti, hveitifræolíu, sojabaunum og olívu olíu sem mýkir og lagar virkni húðarinnar í heild sinni og kemur jafnvægi á rakan í húðinni.
Þetta er 24 stunda krem sem er afar mjúkt, þægilegt viðkomu, ilmar vel og gengur fljótt inn í húðina og hún verður eins og silki.
Allir sem tóku þátt í að prófa kremið, sem átti sér stað áður en línan var markaðsett, náðu lágmarki 66% aukningu á raka eftir 30 daga í stöðugri notkun sem er rosalega góður árangur.
Þetta er fullkomin rakalína, háþróuð og byltingarkennd aðferð til að ná fullkomnum raka í húðinni.
THI3 Rakaserum®
Þetta er Rakaserum sem notað er undir THI3 kremin kvölds og morgna í allt að 6 vikur eða þar til flaskan er búin. Serumið gengur fljótt inn í húðina og hún verður eins og silki.
Þetta er mjög kröftug rakabomba og eykur enn fremur virkni kremsins upp í allt að 63% meiri raka, húðin fær dýpri raka og verður styrkari.
Rakaserumið inniheldur virk efni eins og Optimizer SC og Plant Osmolytes. Inniheldur einnig
Hvítan Lúpínukjarni sem gefur prótín og sérstök lípíð efni sem laga og gera við hindranir í húðinni.
Cotton Seed Olía sem uppistendur af Omega 3 og Omega 6 sem eru nauðsynlegar fitusýrur til að byggja upp rakajafnvægi húðarinnar.
Sem hámarksrakameðferð er serumið borið á kvölds og morgna í 4-8 vikur.
THI3 Rakamaski
Býður upp á lausn strax fyrir allar húðgerðir sem eru rakaþurfi, fyllir húðina af raka þannig að hún verður hraust. Beetroot (rauðrófa) kjarninn kemur jafnvægi á vatnsstrauminn sem fer inn og út úr húðfrumunum til að bæta efnaskiptin meðan Filagrinol heldur eftir mesta rakanum í efsta húðlaginu.
Hentar öllum húðgerðum. Húðin verður hreinlega glóandi og fær mikinn ljóma ásamt miklum raka.
Ferskleiki og rakabað fyrir húðina og hún verður full af lífi.
Notkun:
Hafður á í 5-8 mínútur og þveginn svo af með vatni.
2x-3x í viku og berið á andlit og háls, á hreina húð.
Þú nærð árangri á skemmri tíma með því að nota rakamaskann með kremunum.
Einnig hægt að nota sem kúr ef að mikið stendur til.
THI3 litað dagkrem
Litað dagkrem sem er létt og náttúrulegt.
Gefur frábæran raka og húðinni ljóma.
Árangurinn er eðlilegt útlit ásamt því að vera ljósbrjótandi.
Einnig hægt að nota sem sólarfarða.
Má nota eitt og sér eða yfir krem.
Gefur stanslausan raka í allt að 8 tíma.
Þú færð heilbrigt útlit