Bimbo
Vita Age BIMBO - Delicate Bath Cream / Kremsápa fyrir bað
Mild kremsápa fyrir bað með efnablöndu sem hæfir náttúrulegu sýrustigi húðarinnar og svíður ekki í augu. Inniheldur nærandi efni úr hrísi og möndlum sem gera húðina sérstaklega hreina, mjúka og ferska.
Notkun: berið beint á raka húðina eða með mjúkum svampi. Fyrir róandi bað skal láta örlítinn skammt í baðvatnið.
Vita Age BIMBO - Baby Aqua / Ilmur
Fínlegur léttur ilmur án alkóhóls sem gerir húðina ferska. Sérstaklega hannaður fyrir börn og ungbörn. Ber mildan ilm morgunfrúar og kamillu. Frískar og hressir húðina og veitir henni hreinan og fallegan blæ.
Notkun: Einn dropi af ilmvatninu nægir til að veita orku og ferskleika og halda húðinni sléttri og mjúkri.
Vita Age BIMBO - Softening Hydroprotective Body Cream / Mýkjandi og rakagefandi líkamskrem
Mýkjandi efnablanda með fíngerðum ilmi, auðug af náttúrulegum jurtakrafti með endurnýjandi, mýkjandi og róandi eiginleikum. Einstök næring úr möndlum og hrís. Jafnvel mjög rauð og ert húð barna og ungbarna öðlast mýkt og raka.
Notkun: berið lítinn skammt á líkamann. Nuddið mjúklega þar til kremið er farið fullkomlega inn í húðina.
Vita Age BIMBO - Nutriprotective Paste (Antiredness) Zn 12/ Nærandi og verndandi krem (gegn roða)
Mýkjandi blanda með mildum ilmi sem inniheldur mikinn jurtakraft og býr yfir endurbyggjandi, mýkjandi og sefandi eiginleikum. Mikilvæg næring úr möndlum og hrísi gefur mýkt og raka – jafnvel á mjög rauða og erta húð barna og ungbarna.
Notkun: berið lítið magn af vörunni á líkamann og nuddið mjúklega þar til kremið er alveg farið inn í húðina.