JG

Saga Gatineau

Gatineau er franskt fyrirtæki staðsett í París, það hefur verið starfrækt í yfir 75 ár. Innan fyrirtækisins starfa virtir sérfræðingar sem hanna vörur og meðferðir til að halda húðinni unglegri og heilbrigðri. Gatineau eru með góða reynslu á snyrtistofum víðsvegar um heiminn. Gatineau eru einstakar fagvörur og búa yfir mikilli tækniaðferðum, sem merkið er löngu orðið frægt fyrir. Gatineau er þjónustusinnað fyrirtæki sem leggur mikið upp úr tryggð viðskiptavina sinna.

Stofnandi merkisins, snyrtifræðingurinn, sjúkraþjálfarinn og fótsnyrtirinn Jeanne Gatineau, þróaði merkið í samráði við fjölda lækna og húðsjúkdómalækna. Hún stofnaði snyrtiskóla árið 1950 þar sem að þúsundir snyrtifræðinga voru þjálfaðir. 

Facebook Heimasíða Gatineau