Bronzécran

Bronzécran Í hugum okkar flestra táknar sólin heilbrigði og fallegan geislandi litarhátt. Þó höfum við að eðlisfari mismunandi „sólargetu“. Við erum ólík og þurfum að laga hegðun okkar að ljósnæmisgerð (PhotoPersonality) húðar okkar og þeim aðstæðum sem við erum í við sólarveru.

Í hvert skipti sem við erum í sól nýtir húðin náttúrulegar varnir sínar gegn áreiti útfjólublárra geisla; húðin gengur á sólvarnarbirgðir sínar sem orsakar það að öldrunarferlinu er hraðað.

Til að spara megi náttúrulegar sólvarnarbirgðir okkar og stjórna áhrifum sólargeislanna er nauðsynlegt að beita bestu aðferðinni, sem er að finna út hvert ljósnæmi húðarinnar er (PhotoPersonality) og velja sólarvörur eftir tíðni sólarveru og tímalengd (þáttur A og þáttur B).

Ljósnæmisgerðir húðarinnar

Ljósnæmisgerð 1 eða PP1 er mjög ljós húð sem er viðkvæm fyrir sólinni.
Á erfitt með að fá á sig lit.

Ljósnæmisgerð 2 eða PP2 er ljós, venjuleg húð.
Fær fremur auðveldlega á sig lit.

Ljósnæmisgerð 3 eða PP3 er dökk húð sem er vön að vera í sól.
Fær mjög auðveldlega á sig lit.

Facebook Heimasíða Académie