Um fyrirtækið

Óm stofnað 1993

Um fyrirtækið Flestar konur (og margir karlmenn) kannast við þá frábæru upplifun að fara á snyrtistofu og láta dekra við sig með alls konar framandi vörum og tækjum. Óm snyrtivörur ehf sérhæfir sig einmitt í innflutningi á hvers kyns vörum fyrir snyrtistofur.

Stofnandi og framkvæmdastjóri Óm snyrtivara er Ólafía Magnúsdóttir en bæði hún og flestir aðrir starfsmenn fyrirtækisins eru menntaðir snyrti- og/eða förðunarfræðingar og þekkja því vel þær kröfur sem fagmenn gera til tækja og vara sem þeir nota.

Óm flytur inn mikið urval af förðunarvörum, kremum og öðrum snyrtivörum frá þekktum og traustum merkjum á borð við Academie, Gatineau, Sothys, Novexpert, Zirh, Alessandro o.fl. sem hafa verið notuð í áraraðir af fremstu snyrtistofum landsins.

Til viðbótar við það er Óm einnig með flest tæki sem snyrtistofur notast við, allt frá minnstu nauðsynjahlutum í snyrtiklefann upp í alvöru snyrtibekki og tæki; húðslípitæki, fót- og handsnyrtitæki og ýmislegt fleira.

Flest það sem þarf til að útbúa góða snyrtistofu fæst hjá Óm snyrtivörum.

Óm fagnar 20 ára afmæli í ár. 1993-2013

Óm snyrtivörur ehf

kt: 660897 2329
Tunguvegur 19
108 Reykjavík
Sími 568 0829
Fax 568 0849
om@om.is